Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2014 09:01

Nýr heimur blasti við honum á Hellissandi

Spurningaþátturinn Útsvar er áreiðanlega meðal vinsælustu þátta sem hafa verið í Ríkissjónvarpinu. Það fer ekki hjá því að þeir sem oftast eru í spurningaliðunum verða kunnuglegir og jafnvel eftirminnilegir sjónvarpsáhorfendum. Einn af þeim sem vakið hefur athygli er Sigfús Almarsson í liði Snæfellsbæjar. Sigfús er kokkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar og þótti sýna bæði glaðbeitta framgöngu í þáttunum og yfirgripsmikla þekkingu einkum í spurningum tengdum sögu.

Sigfús kom til Hellissands fimm ára gamall. Móðir hans er þaðan en föðurættin er norðan frá Dalvík þar sem hann átti heima fyrstu fimm ár ævinnar, frá 1955 til 1960. „Ég man samt ótrúlega mikið eftir mér frá Dalvík og líka frá því að ég var hjá ömmu minni þar nokkur sumur eftir að við fluttum vestur. Þar bjuggu meðal annars Grímseyingar man ég sem voru ógnvaldar af því leyti að þeir skutu kettina í bænum. Þeir höfðu ekki vanist köttum úti í eyjunni og fannst þessi kvikindi alveg óþörf. Ferðalagið vestur til Hellissands var mjög eftirminnilegt. Þú manst kannski eftir gömlu mjólkurbílunum hvernig þeir voru. Pallbílar með húsi fyrir svona átta manns. Mjólkurbílstjórinn í Svarfaðardalnum tók að sér að flytja okkur vestur. Þetta ferðalag tók eiginlega allan daginn. Mér er það minnisstætt að þegar við komum upp á hólinn að Kirkjuhóli við Garða blasti við brimið úti fyrir Snæfellsnesi. Ég hreifst að því hvað öldurnar voru stórar og fannst þær miklu voldugri en ég var vanur á Dalvík. Í huganum var ég búinn að byggja upp mynd af Hellissandi áður en ég kom þangað. Þar væri ekki mikið meira en húsið hjá afa og ömmu og fjaran og sandurinn fyrir framan.“

 

 

Ítarlegt viðtal er við Sigfús í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is