Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2014 12:01

Féll kylliflatur fyrir stórkostlegu landi og yndislegri þjóð

„Það er sama hvar frómur flækist,“ er gamalt orðatiltæki. Sagt er að sá sem er vakandi fyrir umhverfi sínu taki alltaf eftir einhverju sem er þess virði að segja frá. Skagamaðurinn Pálmi Pálmason hefur flækst víða og starfað á svæði sem Íslendingar þekkja almennt ekki mikið til. Það er Víetnam og Indónesía, en fyrrgreinda landið kemur næst Norður-Kóreu sem lokaðasta kommúnistaríkið í Asíu. Pálmi býr yfir margháttaðri starfsreynslu frá sinni ævi, þótt þekking hans á fiskvinnslu og sjávarútvegi hafi nýst best síðustu árin. Þá þekkingu öðlaðist hann í uppvextinum á Akranesi. Í Víetnam starfaði hann við fiskvinnslur í risastærð, miðað við vinnslurnar hjá HB og fleirum, sem hann vann við sem ungur maður á Skaganum. Pálmi var m.a. virkur í framkvæmdum á „gróðæristímanum“ sem margir hafa kallað svo og var á Íslandi í aðdraganda hrunsins. Hann flutti nú í vor aftur á Akranes eftir að hafa verið í burtu í 30 ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli á dögunum. Pálmi segir hér frá lífsreynslu sinni í Asíu. Hann er reyndar að glíma við illvígan sjúkdóm og kýs því sem mesta nálægð við Landspítalann í dag. Það varð aftur til þess í haust að ljúka hans Asíuævintýri. Pálmi er hins vegar enn að, í beinu Skype sambandi við fólk og starfsmenn í Vietnam margar nætur, enda er sjö klukkustunda tímamismunur þar og hér heima. Tæknin þjappar veröldinni saman og eyðir landamærum.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Pálma Pálmason í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is