Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2014 02:06

Vökudagar byrjuðu með tónleikum

Menningarhátíðin Vökudagar hófust á Akranesi í hádeginu í dag með tónleikum sópransöngkonunnar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur í Akraneskirkju. Við upphaf tónleikanna setti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Vökudaga. Regína vék að líflegu tónlistar- og menningarlífi á Akranesi í ávarpi sínu. Hún kvaðst sannfærð um að í uppsiglingu væri skemmtileg og fjölbreytt hátíð sem bæjarbúar myndu vonandi sækja vel. Regína þakkaði öllum sem komu að undirbúningi hátíðarinnar. Í leiðinni lét hún í ljósi von um að verkfall tónlistarkennara myndi leysast fljótt og farsællega en það hefur haft töluverð áhrif á dagskrá Vökudaga að þessu sinni. Hanna Þóra söng nokkur lög við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar organista Akraneskirkju við góðar undirtektir tónleikagesta sem voru allmargir. Að tónleikum loknum var haldið yfir í safnaðarheimilið Vinaminni en þar beið rjúkandi súpa og brauð fyrir tónleikagesti. Nú rekur hver dagskrárliður annan á menningarhátíðinni Vökudagar sem stendur til 9. nóvember næstkomandi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is