Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2014 01:01

Valdís Þóra með góðan árangur á síðustu mótunum

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir í Leyni á Akranesi endaði tímabilið vel í á LET Access mótaröðinni sem hún keppti á í sumar, en þessi mótaröð er til hliðar við Evrópu mótaröðina. Valdís keppti á 13 mótum í sumar og náði í heildina ágætum árangri. Á síðustu fimm mótunum komst hún í gegnum niðurskurðinn á fjórum mótum og var í topp tíu á tveimur af þeim. Þar fyrir utan var hún hársbreidd frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á nokkrum mótum. Valdís Þóra keppti á tveimur síðustu mótunum núna í október. Annað mótið var á eyju sem Íslendingar þekkja vel til, Krít, þar sem hún varð í 9.-10. sæti og náði sínu besta skori á tímabilinu, lauk keppni á 216 höggum eða þremur höggum undir pari og síðasta hringinn fór hún á þremur höggum undir pari. Hitt mótið var á Asóreyjum og þar lenti hún í 26. sæti.

 

 

 

„Ég sleppti tveimur mótum í lok tímabilsins því það var óskynsamlegt að fara í fjögur mót í röð og ég vildi líka vinna í ákveðnum hlutum og bæta þá,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. Valdís Þóra er á leið til Texas í USA þar sem hún verður við æfingar út nóvembermánuð. „Ég var þar í skóla og verður fókusinn settur á æfingar og mikla líkamsrækt til þess að vera í feikna formi og góðu þoli þegar ég fer til Marokkó,“ segir Valdís Þóra. Eins og í fyrra tekur hún þar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópu mótaröðina. Fyrra úrtökumótið í Marokkó verður 8.-11. desember og þar getur hún tryggt sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótsins sem verður 17.-21. desember. Ekki er komið á hreint hversu margar komast áfram og fer það eftir fjölda keppenda. „Mér líður bara vel fyrir þetta mót. Ég var aðeins farin að sýna mitt rétta andlit í enda tímabilsins og spila golf sem að var miklu líkara mínu besta golfi,” segir Valdís Þóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is