Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2014 11:01

Tvíeykið FUNI með tónleika í Borgarneskirkju

Næstu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi. Þar kemur fram tvíeykið FUNI sem skipað er Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Samstarf Báru og Chris hófst árið 2001. Síðan hafa þau unnið að því að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en FUNI bætir hljóðfæraleiknum við og notar gítar, kantele og langspil. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður, útsetja allt sjálf og hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína.

 

 

Bára Grímsdóttir hefur um árabil verið einn virtasti flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur einnig mikillar virðingar sem tónskáld. Hún hefur lengi fengist við flutning á kvæðalögum og margs konar íslenskri þjóðlagatónlist, bæði veraldlegri og trúarlegri. Hún hefur unnið með ýmsum kvæðamönnum og tónlistarfólki og sem tónskáld og útsetjari hefur Bára iðulega nýtt sér íslensk þjóðlög sem uppsprettu eigin sköpunar.

 

Chris Foster ólst upp í Somerset á Suðvestur-Englandi, þar sem hann kynntist fyrst þjóðlögum og hóf tónlistarferil sinn. Lifandi tónlistarflutningur Chris einkennist af kraftmiklum söng og góðum gítarleik.

 

Tónleikarnir í Borgarneskirkju hefjast kl. 16:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur, 1000 krónur fyrir eldri borgara en frítt fyrir börn og styrktarfélaga Tónlistarfélags Borgarfjarðar.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is