Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2014 12:01

Skökkin Café hefur opnað við Akratorg

Nýtt kaffihús var opnað síðastliðinn sunnudag á Akranesi. Það er fyrirtækið Skagaferðir ehf. í eigu Hildar Björnsdóttur, Hafdísar Bergsdóttur og Elinbergs Sveinssonar, sem rekur kaffihúsið sem fengið hefur nafnið Skökkin Café. Að sögn Hildar var ákveðið að velja nafn á kaffihúsið sem hefði tengingu við staðsetninguna við Akratorg. „Kaffihúsið heitir eftir gömlu húsi skammt frá sem stendur til að verði rifið. Það hús þótti á skjön við önnur hús við torgið og fékk því þetta viðurnefni. Eldri Skagamenn kannast kannski við nafnið, en okkur skilst að þar hafi eitt sinn verið sjoppa sem hét þessu nafni,“ útskýrir Hildur.

 

 

Í Skökkinni er hægt að fá kaffi og kökur, heitan mat í hádeginu og léttar vínveitingar. „Við erum með léttar veitingar en áherslan er lögð á gott kaffi og kökur,“segir hún. Þá stendur til að reglulegir viðburðir verði á kaffihúsinu. „Við verðum til dæmis með krakkakaffi á Vökudögum þar sem verður lifandi tónlist, föndur og spil fyrir yngri kynslóðina. Eins langar okkur að gera eitthvað skemmtilegt fyrir jólin og fá jafnvel rithöfunda til að koma og lesa upp úr bókum sínum, skapa góða jólastemningu.“ Skökkin er opin alla daga frá kl. 11 til 18 en frá 11 til 23 frá fimmtudegi til laugardags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is