Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2014 09:15

Heiðrún hlaut menningarverðlaun Akraness

Menningarverðlaun Akraness voru afhent við fjölmenna athöfn í húsakynnum Bókasafns Akraness í gærkveldi. Verðlaunin voru afhent í áttunda sinn en þeim hefur verið veitt einstaklingi eða hópi sem þótt hefur skara fram úr í menningarlífi Akranes. Eins og jafnan var núna óskað eftir tilnefningum frá bæjarbúum. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut Heiðrúnar Hámundardóttur tónmenntakennara í Brekkubæjarskóla, en í dag kennir Heiðrún einnig við Tónlistarskólann á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningarmálanefndar Akraness gat þess þegar hann afhenti verðlaunin að þau kæmu nú í hlut einstaklings sem varið hafi miklu af sínum tíma til að vinna með ungu fólki, kveikja áhuga þess og hvetja það áfram til góðra verka í tónlist.

Heiðrún hafði m.a. frumkvæði að því að stofnuð var tónlistarbraut á unglingastigi í samstarfi Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Tónlistarskólans á Akranesi. Heiðrún hefur í seinni tíð verið annar af verkefnisstjórum verkefnisins Ungir-Gamlir. Hún hefur undanfarin ár ásamt Flosa Einarssyni farið með hóp nemenda frá báðum grunnskólunum á Akranesi í tónlistarferðir til Svíþjóðar. Hún stjórnaði Skólahljómsveit Akraness um árabil með myndarbrag. Heiðrún samdi og leikstýrði söngleiknum „Elskaðu friðinn“ ásamt Samúel Þorsteinssyni samkennara sínum sem settur var upp á vegum Brekkubæjarskóla í Bíóhöllinni í maí 2012. Nýjasta verkefnið sem Heiðrún kemur að er verkefnið Europe-12 points, European song Contest sem sótt var um ásamt átta skólum í Evrópu og sagt var frá í nýútkomnu Skessuhorni. Heiðrún fer einmitt á fund til undirbúnings verkefninu ásamt Samúel í næstu viku.

 

Heiðrún byrjaði sitt tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akranesi og á Seltjarnarnesi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1999 og stundaði nám á árunum 2002-21005 í jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH. Að auki nam hún rytmíska músík og fleira í Det Jyske Musikkon-servatorium í Árósum, sem hún lauk á árinu 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is