Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2014 06:01

Stofna stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit

Í síðasta tölublaði Skessuhorns getur að líta auglýsingu frá Hvalfjaðarsveit um tvær lausar stöður. Það er staða skipulags- og umhverfisfulltrúa og staða félagsmálastjóra. Fyrra starfið er nýtt embætti innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. „Hvalfjarðarsveit hefur til þessa notast við aðkeypta þjónustu skipulagsfulltrúa. Þetta er málaflokkur sem hefur verið að stækka mjög undanfarið enda mikið um að vera í skipulagsmálum innan sveitarfélagsins. Þar má nefna uppbyggingu á Grundartanga, sumarhúsabyggðir og fleira. Þetta er orðið all umfangsmikið. Við höfum því ákveðið að fara þá leið að búa til stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa. Titillinn umhverfisfulltrúi felur í sér að við bætum ýmislegu við þessa stöðu varðandi umhverfismálin hér í Hvalfjarðarsveit, bæði náttúruvernd sem og umhverfis- og hreinlætismál,“ segir Skúli Þórðarson sveitarsjóri Hvalfjarðarsveitar. Auk þessa er svo auglýst eftir nýjum félagsmálastjóra en núverandi starfsmaður hefur sagt starfi sínu lausu. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf rennur út á föstudaginn, 7. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is