Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2014 11:01

Fjölbreytt og skemmtileg blúshátíð á Akranesi

Frábærir flytjendur komu fram á blúshátíð sem haldin var í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi um helgina. Hátíðin var ágætlega sótt og var salurinn þétt skipaður á föstudagskvöld þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferð. Þar komu fyrstir fram hljómsveitin Appaló skipuð ungum piltum á Akranesi og fluttu meðal annars tvö frumsamin lög. Mjög góð hljómsveit og á eftir henni kom síðan Brynja Valdimars söngkona ásamt hljómsveitinni Óhappinu. Þar var gæðarokk á ferðinni og á eftir Óhappinu kom blússöngkonan Andrea Gylfadóttir ásamt Bíóbandinu. Sú sveit er skipuð tómum snillingum; Edda Lár, Magnúsi R Einarssyni, Tómasi Tómassyni og Jóni Indriðasyni. Hljómsveitin flutti eins og nafnið ber með sér lög úr bíómyndum, hvert öðru betra. Þar á meðal nokkur úr Bondmyndum. Síðastir á svið var svo hljómsveitin Tvöföld vandræði sem spilaði helstu blússtandarna um tíðina. Frábært kvöld í Gamla Kaupfélaginu. Á laugardag var blúsgjörningur í Akranesvita og í Gamla Kaupfélaginu um kvöldið var meðal annarra Björgvin Gíslason sem lék ásamt hljómsveit sinni.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is