Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 06:00

Margar sjófuglategundir við Vesturland á heljarþröm

Ástand ýmissa sjófuglastofna við Vesturland er afar slæmt eftir nær linnulausan ætisskort síðastliðinn áratug. Þetta á einkum við um ritu og kríu auk svartfuglatengundirnar álku, langvíu, teistu, stuttnefju og lunda. Ungar hafa ekki komist á legg og varpuglum fækkar stöðugt. Lífið í björgum og á öðrum varpstöðvum er ekki lengur svipur hjá sjón. Líffræðingar sem stunda fuglarannsóknir standa ráðþrota gagnvart ástandinu. Þeir horfa fram á að sumar tegundir hverfi nánast alveg innan fárra áratuga fari ástandið ekki að batna. Tjónið fyrir lífríki og náttúru Vesturlands yrði gífurlegt. 

 

Jón Einar Jónsson dýravistfræðingur er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Sæfellsnesi. „Heilt yfir þá er staðan mjög slæm hjá þessum fuglategundum sem lifa af sandsílinu; svartfuglinum, ritunni og kríunni. Það er kominn áratugur eða meira af þessari ördeyðu með litlu æti og mislukkuðu varpi sem aftur þýðir að nýliðunin er lítil eða nánast engin,“ segir Jón Einar í samtali við Skessuhorn.

 

Fjallað er um ástand fuglastofna á Vesturlandi í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is