Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 09:00

Hverfandi líkur á síldveiðum smábáta við norðanvert Snæfellnes

Horfur eru á að litlar sem engar síldveiðar verði stundaðar af smábátum við norðanvert Snæfellsnes nú í vetur. Engir kaupendur hafa fundist að síldinni. Fyrirtæki sem hafa keypt lagnetasíld af smábátunum undanfarin ár halda öll að sér höndum og vilja ekki kaupa síld. Stjórnvöld hafa auk þess hækkað leiguverð á síldinni til smábáta um 23% frá því í fyrra.

 

„Hvorki Frostfiskur í Þorlákshöfn, Agustson hér í Stykkishólmi eða Vignir G. Jónsson á Akranesi hafa nú áhuga á síldinni. Þessi fyrirtæki hafa öll keypt síld af smábátum á undanförnum árum. Eins og stendur veit ég ekki um neinn sem vill kaupa. Við sjáum fyrir okkur að fara ekkert á síld nú í haust og í vetur. Hér í Stykkishólmi halda menn að sér höndum, það eru engir að útbúa sig fyrir síldina,“ segir Páll Aðalsteinsson smábátasjómaður í Stykkishólmi. Undanfarin ár hefur hann stundað síldveiðar í lagnet inni á sundunum í grennd við Stykkishólm frá haustdögum og fram á vetur.

 

Sjá Skessuhorn sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is