Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 10:01

Borgarbyggð, Stykkishólmur og Akranes verða í Útsvari

Þrjú lið af Vesturlandi munu í vetur taka þátt í Útsvari, spurningakeppni Ríkisútvarpsins. Keppnin hófst 19. september síðastliðinn og er fyrsta umferð nú um það bil hálfnuð. Í keppninni taka þátt 24 lið og er það Borgarbyggð sem ríður á vaðið liða af Vesturlandi. Borgarbyggð mætir Skagaströnd nú á föstudaginn, 7. nóvember. Stykkishólmur verður að þessu sinni með í Útsvari í fyrsta skipti og mæta Hólmarar Ísafjarðarbæ 21. nóvember. Föstudagskvöldið 5. desember mætast síðan Akranes og Seltjarnarnes. Búið er að skipa Útsvarsliðin þrjú af Vesturlandi. Borgarbyggð mætir með sama lið og í fyrra: Stefán Gíslason, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Jóhann Óla Eiðsson. Lið Stykkishólms verður skipað þeim Önnu Melsteð, Magnúsi A. Sigurðssyni og Róbert Arnari Stefánssyni. Akurnesingar komust í úrslit í keppninni í fyrra og einn er eftir úr því liði, Valgarður Líndal Jónsson. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir var varamaður í liðinu í fyrra en hún er nú aðalmaður og nýr í liðinu er einnig Vífill Atlason hrekkjalómur og bloggari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is