Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 12:20

Svo virðist sem færist í vöxt að fólk geymi peninga í heimahúsum

Fólk er mismunandi ráðdeildarsamt og sem betur fer hefur mörgum landsmönnum tekist að leggja til hliðar fyrir efri árin. Í tímans rás hefur fólk gjarnan spáð og spekúlerað í hvort þessi eða hinn eigi mikið eða lítið undir koddanum. Sjálfsagt hefur þetta orðatiltæki „að eiga undir koddanum“ orðið til áður en peningastofnanir fóru almennt að bjóða fýsilegar ávöxtunarleiðir á peningum eða jafnvel að leigja út bankahólf þar sem hægt var að geyma fjármuni á öruggan hátt.

 

Í kjölfar hrunsins 2008 var mikið í umræðunni að sökum vantrausts fólks á bönkunum væri það farið að geyma sparifé sitt heima fyrir. Margir höfðu hreinlega tekið peninga sína út úr bönkunum og ákveðið að taka ekki áhættu með framtíð nýju bankanna. Einkum var fullorðna fólkið nefnt í þessu sambandi. En auk þess að peningar undir koddanum bera ekki ávöxt undir kodda eða í sokkaskúffu, eru á því fleiri dökkar hliðar.

 

Nú hefur það í tvígang gerst með skömmu millibili að brotist hafi verið inn í hús á Vesturlandi og stolið þaðan umtalsverðum peningaupphæðum. Í báðum tilfellum voru peningarnir geymdir í peningaskápum á heimilum fólks. Vegna þessa hefur sú almenna spurning vaknað, hvers vegna fólk geymi peninga í heimahúsum. 

 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er fjallað um þetta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is