Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 10:09

Krían í Rifi hefur ekki komið upp neinum ungum í sex ár

Sæmundur Kristjánsson í Rifi hefur fylgst grannt með lífríki á utanverðu Snæfellsnesi um áratuga skeið. Í því sem eitt sinn var talið eitt stærsta kríuvarp í heimi hafa ekki komist upp ungar sex ár í röð vegna ætisbrests þar sem sandsílið er nánast horfið.

 

„Það vottaði örlítið fyrir æti upp úr 10. júlí nú í sumar, en svo var það búið. Í sumar kom krían ekki upp neinum ungum hér í Rifi. Ég sá heldur engan unga komast upp hjá ritunni,“ segir Sæmundur. Lýsingar hans á ástandinu staðfesta það sem vísindamenn hafa sagt. „Það eru komin sex ár þar sem segja má að ekki hafi komist upp kríuungi hér um slóðir. Vissulega kemur enn mikið af kríu á vorin en svo hverfur hún. Nú í sumar var það þannig að krían verpti viku seinna en venjulega. Síðan voru mörg eggjanna með of lina skurn. Þetta er allt ávísun á alvarlegan ætisskort.“

 

Sæmundur segist geta ímyndað sér að eftir svona fjögur til sex ár verði fólk farið að sjá verulega hnignun í fuglalífi á Snæfellsnesi.

 

Fjallað er um stöðu fuglastofna á Vesturlandi í Skessuhorni sem kemur út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is