Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 10:09

Söfnun á Lucas hjartahnoðtæki lokið í Ólafsvík

Víða um land hefur verið safnað fyrir hjartahnoðtækjum undanfarin misseri. Tækin bera heitið Lucas og eru sjálfvirk og koma í stað eins manns við endurlífgun og veitir þar að auki mun árangursríkara hnoð en nokkur maður getur, og þreytist að sjálfsögðu ekki. Lucas er ekki fyrir öðrum við endurlífgun en með notkun þess skapast mun betra rými fyrir bráðaliða, t.d. til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf samhliða því að tækið hnoðar. Í vor var farið af stað með söfnun fyrir svona tæki til að hafa í sjúkrabílum HVE í Ólafsvík. Áður höfðu Akurnesingar riðið á vaðið með sambærilegri söfnun, með afar góðum árangri. Það voru Þórarinn Steingrímsson hjá sjúkraflutningum í Ólafsvík og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni 112 sem stóðu fyrir söfnuninni í Ólafsvík. Þeir fengu Lionsklúbb Ólafsvíkur til samstarfs við sig en klúbburinn hélt utan um söfnunina. Í upphafi var gert ráð fyrir að safna þyrfti um 2,5 milljónum en núna í október þegar söfnuninni lauk kom í ljós að safnast hafði heldur meira en það. Því var ákveðið að bæta við auka rafhlöðu og hleðslutæki í báða sjúkrabílana í Ólafsvík.Við afhendingu tækisins í síðustu viku var tækið prófað á skyndihjálpardúkkunni Önnu og voru viðstaddir sammála um að tækið sé mjög góð viðbót við annars ágætan tækjakost sjúkrabílanna.

 

 

 

Á myndinni sem tekin var við afhendinguna eru frá vinstri: Guðjón Hólm Gunnarsson frá Neyðarlínunni 112, sjúkraflutningafólkið Guðbjörn Ásgeirsson, Patryk Zolobow, Axel K. Davíðson, Guðbjörg Jónsdóttir, Birna Dröfn Birgisdóttir, Þórarinn Steingrímsson og lionsmennirnir Kristinn Kristófersson, Marinó Mortensen og Ari Bjarnason. Fyrir framan hópinn er skyndi­hjálpardúkkan Anna. „Fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem tóku þátt í söfnuninni eru færðar kærar þakkir fyrir,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is