Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 10:59

Bjarki Pétursson stefnir á atvinnumennsku í golfi

Bjarki Pétursson golfari í Borgarnesi hefur sett stefnuna á atvinnumennsku. Hann á að baki mjög gott sumar í golfinu, stóð sig vel bæði á mótum hér heima og erlendis en hann er í karlalandsliðinu í golfi. Bjarki varð annar í heildina á Eimskipsmótaröðinni í sumar og er sem stendur annar í röð íslenskra karlkylfinga á heimslista áhugamanna. Nýlega barst Bjarka boð um að koma til Þýskalands og æfa og spila með golfklúbbnum Wannsee í Berlín. Bjarki sagði í samtali við Skessuhorn hafa mikinn áhuga fyrir því að fara til Þýskalands og yrði það góður undirbúningur fyrir að fara í háskólagoflið og nám í Bandaríkjunum næsta haust. „Ég fer í febrúar til Berlínar og verð þar í mánuð til að byrja með að kíkja á aðstæður. Síðan reikna ég með að flytja út næsta vor ásamt kærustunni minni. Það er síðan ákveðið að ég fari í háskóla næsta haust í Ohio í Bandaríkjunum ásamt félaga mínum og stórkylfingnum Gísla Sveinbergssyni í GK,“ segir Bjarki. Hann býst við að spila lítið á mótum hér á landi næsta árið. „Ég stefni þó á að koma heim og spila á einhverjum mótum fyrir klúbbinn og með landsliðinu,“ segir Bjarki.

 

Bjarki var ásamt fleirum með fyrirlestur á uppskeruhátíð ungra kylfinga í Borgarnesi í gær. Þar voru m.a. undirritaðir tveir styrktarsamningar við efnilega kylfinga. Nánar verður sagt frá því í frétt hér á síðunni síðar í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is