Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 07:00

Ljúka loks fráveituframkvæmdum

Talsverð aukning verður í fjárfestingum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja næstu ár samkvæmt fjárhagsáætlun samstæðunnar. Uppbygging vegna umhverfismála er áberandi en einnig efling veitukerfa sem undir OR heyra, einkum á Vesturlandi. Áformað er að verja 10,3 milljörðum króna í fjárfestingar OR árið 2015 en þær nema 6,4 milljörðum króna nú í ár.

 

Í Planinu svokallaða, sem gert var vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar á fyrri hluta árs 2011, fólst m.a. að fresta hluta framkvæmda við fráveitur á Vesturlandi. Árið 2015 verður þráðurinn í því mikilvæga umhverfisverkefni tekinn upp að nýju og áformað að ljúka uppbyggingu nýs kerfis með hreinsistöðvum og sjólögnum árið 2016. Upphaflega stóð til að öllum framkvæmdum við fráveiturnar á Vesturlandi yrði lokið 2009 og mun því seinkunin verða sjö ár gangi þessar nýjustu áætlanir eftir. Árið 2016 munu þá fráveitukerfin í sveitarfélögunum Borgarbyggð og Akranesi standast kröfur sem gerðar eru samkvæmt reglugerðum.

 

Á Akranesi er einnig hafin bygging nýrrar aðveitustöðvar rafmagns, sem gerir m.a. fiskvinnslu í bænum kleift að nota rafmagn í auknum mæli við bræðslu í stað olíu. Áfram verður unnið að endurnýjun stofnæðar hitaveitunnar frá Deildartunguhver, sem sér Akranesi og Borgarbyggð fyrir heitu vatni.

Í tilkynningu frá OR segir að fjárhagsáætlun samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2015 og langtímaáætlun fyrir árin 2016 til og með 2020 sé fyrsta áætlunin sem gerð er eftir að fyrirtækinu var skipt upp að lagaboði. Áætlanirnar hafa hlotið samþykki stjórna dótturfélaga Orkuveitunnar, stjórnar móðurfélags og eru nú til meðferðar hjá Reykjavíkurborg, sem hluti fjárhagsáætlunar samstæðu borgarinnar. Gert er ráð fyrir að eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur hækki um u.þ.b. sjö milljarða króna árið 2015 og eiginfjárhlutfall verði 34,6% í árslok 2015.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is