Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2014 01:00

Gerir óvenjuleg listaverk úr afrifum af frímerkjum

Fyrir tveimur árum datt Gerði Guðjónsdóttur á Akranesi í hug að fara að nýta afrifur utan af frímerkjaörkum í myndir. Þær hafði hún fengið hjá Íslandspósti, þar sem hún starfaði á þeim tíma. „Hjá Póstinum setti ég saman frímerkjamöppur sem gefnar eru út fyrir frímerkjasafnara á hverju ári. Þetta voru um fimmhundruð möppur með um 20 frímerkjum hvor. Frímerkin koma í örkum, sem rífa þarf utan af. Efnið er í alls kyns litum, með lími aftan á eins og frímerkin sjálf. Ég safnaði þessum afrifum saman og ákvað að henda þeim ekki, þótt ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við þetta,“ útskýrir Gerður.

 

Að sögn hennar datt henni skyndilega í hug að nýta afrifurnar í að gera mynd af Akrafjalli. „Ég settist niður og teiknaði hana fyrst. Ég byrjaði svo að líma afrifurnar á og hætti ekki fyrr en ég var búin með myndina. Ég sat í marga klukkutíma við þetta.“ Hún segist hafa orðið ánægð með myndina og ákveðið að gera fleiri. „Næst gerði ég Snæfellsjökul, hann er mér kær. Svo kom bara hver myndin á eftir annarri,“ bætir hún við.

 

Sjá viðtal við Gerði í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is