Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2014 08:00

Samanburðarrannsóknir á æðardúni í Stykkishólmi

Rannsóknir eru nú stundaðar á eiginleika æðardúns frá ýmsum búsvæðum æðarfuglsins við Norður Atlantshaf. Þetta er sameiginlegt rannsóknaverkefni sem fjármagnað er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins á Íslandi og norsku rannsóknafé. Það er unnið í Stykkishólmi í sameiningu af norskum og íslenskum vísindamönnum. Kanna á hvort munur sé á gæðum og eiginleikum dúnsins eftir því frá hvaða svæðum hann kemur.

 

Norðmaðurinn Thomas Holm Carlsen er verkefnisstjóri í þessum rannsóknum. „Ég starfa að hluta til fyrir Bioforsk-rannsóknastöðina á Tjötta í Nordlandfylki í Noregi og svo fyrir Rannsóknasetur Háskóla Íslands hér í Stykkishólmi. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort munur sé á gæðum æðardúns eftir því hvaðan hann kemur frá búsvæðum tegundarinnar við Norður Atlantshaf. Árni Ásgeirsson líffræðingur hér við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Stykkishólmi vinnur þetta með mér hér.

 

Við skoðum dún allt frá nyrstu og köldustu varpsvæðum æðarfuglsins á Svalbarða, og síðan hér á Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og Noregi. Það er auðvitað mikill munur á umhverfisaðstæðum á þessum stöðum. Út frá því erum við að rannsaka hvort dúnninn sé mismunandi eftir því frá hvaða svæðum hann kemur. Verkefni er fjármagnað af Íslandi og Noregi. Æðarbændur í Færeyjum, Noregi og Íslandi sem og vísindamenn í Danmörku og Svalbarða koma einnig að þessu verkefni með því að leggja til dún,“ segir Carlsen.

 

Nánar er rætt við Thomas Holm Carlsen í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is