Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2014 01:20

Stefán Ármannsson í Skipanesi gefur kost á sér í formennsku LH

Stefán Ármannsson bóndi og framkvæmdastjóri í Skipanesi í Hvalfjarðarsveit hefur gefið kost á sér til formennsku í Landssambandi hestamannafélaga (LH).

 

"Ég vil reyna að ná sáttum meðal hestamanna. Mér þykir kominn tími til að menn fari nú að snúa bökum saman," segir Stefán í samtali við Skessuhorn. Með framboði sínu sé hann að bregaðst við fjölda árskorana sem honum hafi borist um að hann gæfi kost á sér.

 

Stefán hefur langa reynslu af félagsmálum fyrir hestamenn. Á tíunda áratugnum sat hann tæp fimm ár í stjórn Hestamannafélagsins Dreyra, þar af tvö ár sem formaður. Síðustu ár hefur hann einnig setið í stjórn Dreyra bæði sem ritari og nú síðast sem formaður undanfarin þrjú ár. Að auki hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir Landssamband hestamannafélaga, svo sem með setu í varastjórn.

 

Stefán er vélsmiður og búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, og býr í Skipanesi í Hvalfjarðarsveit þar sem hann rekur eigið fyrirtæki í vélaþjónustu.

 

Á vef Eiðfaxa kemur fram að minnsta kosti tíu einstaklingar hafi nú gefið kost á sér til setu í aðalstjórn Landssambandsins. Ganga á til kosninga um nýja stjórn á aukaþingi sambandsins sem verður haldið nú á laugardag 8. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is