Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 08:00

Afla ágætlega á beitukóngsveiðum í Breiðafirði

Áhöfnin á Blíðu SH 277 hefur stundað veiðar á kuðungategundinni beitukóng í Breiðafirði nú i haust. „Við erum búnir að fá 38 tonn í þessum mánuði. Ég held að það sé bara nokkuð gott. Við erum með hundrað gildrur í hverri trossu. Núna erum við með 3.400 gildrur úti, en það eru 34 trossur. Við beitum tindabikkju og steinbítshausum í gildrurnar. Svo erum við líka byrjaðir að gera tilraunir með karfahausa. Þetta gefur allt frá sér mikið af bragð- og lyktarefnum sem laðar beitukónginn til sín,“ sagði Guðmundur Svavarsson skipstjóri við blaðamann Skessuhorns þar sem við hittum hann á fimmtudag í síðustu viku. Skipverjar voru þá að ljúka löndun í Stykkishólmi. „Við löndum yfirleitt daglega hér í Stykkishólmi og aflanum er keyrt suður. Yfirleitt erum við að fá tæp tvö tonn í róðri. Það er þá úr átta trossum.“

 

Þeir á Blíðu hófu veiðar í september. Áður hafði báturinn verið stutta stund á handfæraveiðum eftir makríl. „Útgerðarmaðurinn sagðist vera mjög ánægður ef við næðum 35 tonnum á mánuði. Það hefur tekist og gott betur. Þetta er eini báturinn sem stundar þessar veiðar. Ég held það megi alls veiða 750 tonn á fiskveiðiárinu. Það er þó ekki hægt að stunda veiðarnar lengur en til janúarloka. Þá er sjórinn orðinn svo kaldur að beitukóngurinn leggst í dvala og hreyfir sig ekki. Þetta er hins vegar ágæt sumar- og haustvinna og svo fram á vetur. Það er talið hentugt að byrja í júlímánuði en við hófum veiðar seinna meðal annars vegna þess að báturinn var á makrílnum,“ sagði Guðmundur.

 

Til þessa í haust hafa beitukóngsveiðarnar verið stundaðar í grennd við Stykkishólm. „Þetta er nú algerlega nýr veiðiskapur fyrir mér. Við erum mest á smá svæði hér vestur af Hólminum. Lengsta stímið héðan úr höfninni er fimm stundarfjórðungar. Beitukóngurinn hefur fengið hvíld frá öllum veiðum síðan 2012 og það er ekki annað að sjá en nóg sé af honum.“

 

Nánar er rætt við Guðmund Svavarsson skipstjóra á Blíðu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is