Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 09:00

Telur snurvoðaveiðar eiga þunga sök í hruni fuglastofna

Sæmundur Kristjánsson í Rifi á Snæfellsnesi hefur áratuga reynslu af því að fylgjast með fuglalífi í sinni heimabyggð. Hann telur að veiðar með snurvoð (dragnót) séu skýringin á því hvernig komið er varðandi sandsílið. Skortur á því hefur valdið hungursneyð og viðkomubresti hjá sjófuglum vestanlands samfellt um nokkurra ára skeið.

 

„Skarkið með snurvoðinni á sandbotninum eyðileggur fyrir sílinu. Það hafði mikið að segja til hins verra þegar þetta veiðarfæri var leyft á Faxaflóa. Ég hef sannfrétt að ætisástandið hafi til að mynda batnað mikið í Skagafirði eftir að Jón Bjarnason þáverandi sjávarútvegsráðherra bannaði snurvoð þar árið 2009. Það á að gera þá tilraun að loka fyrir allar snurvoðaveiðar frá Brimnesi í Bjarnarhafnarfjall, undir Svalþúfu og á Stapavíkinni,“ segir hann og bætir við að endingu: „Annars er það mjög sorglegt að það skuli ekki fást meiri fjármunir í rannsóknir á lífríkinu. Hér hafa til dæmis ekki verið merktir ungar um margra ára skeið.“

 

Sjá nánar umfjöllun um sjófugla við Vesturland í nýjasta Skessuhorni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is