Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2014 05:00

Fagna 150 ára afmæli Bókasafns Akraness í kvöld

Þessa dagana er þess minnst á margvíslegan hátt að 150 ár eru liðin frá stofnun Bókasafns Akraness. Klukkan 20:00 í kvöld verður sérstök afmælisdagskrá í safninu. Ávörp verða flutt, leikin tónlist og sýning um sögu safnsins verður opnuð. Sjá nánar á vef bókasafnsins.

 

Það var 6. nóvember 1864 sem lestrarfélag fyrir Akraneshrepp var stofnað á kirkjusetrinu Görðum. Þá var eins og gefur að skilja allt öðruvísi um að litast á Akranesi en er í dag og til hreppsins töldust þá svæði sem seinna urðu Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur. Garðar er sem kunnugt er fornt höfuðból, kirkjustaður og var þar prestsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Að Görðum var kirkja þeirra sem bjuggu á Skaganum og í Innri-Akraneshreppi og Skilmannahreppi. Það var Garðasókn.

 

Þetta breyttist þegar Akraneskirkja var byggð 1896. Þá var aflögð kirkja að Görðum og bókasafnið var flutt í kirkjuna niður á Skaga árið 1901. Lestrarfélagið breyttist þá í Bókasafn Ytri Akraneshrepps og byrjaði þá hreppurinn að styrkja safnið. Frá þessum tíma hefur Bókasafn Akraness verið til húsa á nokkrum stöðum á Akranesi. Það er nú til húsa í nýjum og rúmgóðum húsakynnum í verslanamiðstöðinni við Dalbraut.

 

Fjallað er um sögu Bókasafns Akraness í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is