Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2014 03:00

Náttúruvísindamenn kenna líf- og vistfræði við FSN

Nú í haust hefur sú nýbreytni verið tekin upp að líffræðingar frá Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Stykkishólmi hafa sinnt kennslu í náttúrufræði við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. 

 

„Við erum með valkúrs hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem nemendur fræðast um náttúru Snæfellsness. Það vantaði kennara og við tókum þetta að okkur sem störfum hér í Stykkishólmi. Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands bjó til námskeiðslýsingu. Við erum svo að að kenna nemendum ýmislegt um umhverfismál og lífríkið, ekki síst út frá því sem við höfum verið að gera hérna í Stykkishólmi, hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vesturlands,“ segir Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Snæflellsnesi. 

 

„Verkaskiptingin er þá í stórum dráttum þannig að þau frá Náttúrustofunni fjalla um umhverfismálin, villt spendýr, ágengar tegundir og þess háttar. Við frá Rannsóknasetrinu fræðum svo nemendur um fuglana og þá einkum út frá okkar starfi í rannsóknum á sjófuglum við Snæfellsnes. Þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta,“ segir Jón Einar í samtali við blaðamann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is