Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 02:00

Keyptu reykköfunargám fyrir ágóðann

Undanfarin ár hefur Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar staðið fyrir útgáfu dagatals þar sem ágóðinn hefur runnið til góðra málefna. Nú hefur bæst við enn ein viðbótin í búnað liðsins, þökk sé útgáfu dagatalanna eftir að starfsmannafélagið festi kaup á notuðum reykköfunargám á dögunum.

 

Þetta er mikil búbót fyrir slökkviliðið enda ekki oft sem slökkviliðsmenn í Grundarfirði komast í tæri við slíkar aðstæður þar sem beita þarf reykköfun. Nú geta þeir aftur á móti æft heita reykköfun þegar þeim hentar. Slökkviliðsmenn Grundfirðinga voru einmitt við slíkar æfingar þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið hjá síðastliðinn miðvikudag.

 

Gáminn fengu þeir keyptan af Eldstoðum ehf. Hann hafði áður verið notaður við æfingar slökkviliða um land allt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is