Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 11:00

Skagamenn lögðu Val og eru taplausir á heimavelli

Skagamenn unnu í gærkveldi, fimmtudagskvöld, góðan sigur á Valsmönnum í 1. deildinni í körfubolta. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu og lauk með tíu stiga sigri ÍA, 76:66. Vesturgatan er greinilega að virka vel fyrir Skagamenn sem hafa ekki tapað leik þar þetta tímabilið. Þar er vaxandi stemning leik frá leik og er nú farið að kalla heimavöll ÍA liðsins Býflugnabúið.

 

Eftir frábærar fyrstu mínútur í leiknum hjá ÍA kom daufur kafli og gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta. Skagamenn voru svo sterkari í öðrum leikhluta og voru yfir í hálfleik 39:35. Í þriðja leikhluta lögðu síðan heimamenn grunninn að sigrinum með góðum leik. ÍA var með stöðuna 58: 46 fyrir lokafjórðunginn og Valsmenn náðu ekki mikið að laga stöðuna á lokakaflanum. Öruggur sigur Skagamanna því staðreynd.

 

Zachary Jamarco Warren var að spila sinn fyrsta leik eftir endurkomu til ÍA og það var greinilegt að mönnum leið vel með það, jafnt innan sem utan vallar. Eftir leikinn hafði Zachary orð á því að leikur liðsins væri öðruvísi og liðið betra en í fyrra. Hann þyrfti ekki að skora jafn mikið og þá. Samt sem áður var hann stigahæstur heimamanna með 29 stig.

 

Af öðrum ólöstuðum var maður leiksins þó stóri maðurinn frá Ósi, Fannar Freyr Helgason sem skoraði 18 stig auk þess að taka hvorki meira né minna en 23 fráköst. Bróðir hans Ómar Örn skoraði 7 stig, sem og þeir Áskell Jónsson og Oddur Helgi Óskarsson. Þeir skoruðu síðan hvor sín tvö stigin: Trausti Freyr Jónsson, Birkir Guðjónsson og Þorleifur Baldvinsson. ÍA er nú í 2. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fjóra leiki sem og Hamar sem er í efsta sætinu með sex stig eftir þrjá leiki og Höttur og Valur eru líka með sex stig. ÍA og Hamar mætast í toppslag í Hveragerði fimmtudagskvöldið 13. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is