Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2014 10:45

Baráttudagur gegn einelti í dag

Morgundagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Að þessu sinni var dagurinn haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 7. nóvember, til að skólar gætu nýtt virkan skóladag til að huga að málefninu.

 

Á skólalóð Brekkubæjarskóla á Akranesi hittust nemendur skólans og nemendur leikskólans Teigasels og trommuðu í sjö mínútur. Eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar án eineltis. Þá horfðu nemendur Brekkubæjarskóla einnig á forvarnarstuttmyndina Stattu með þér!, sýnd var leiksýning og nemendur í unglingadeild hlýddu á fyrirlestur sem tengist málefninu.

 

Markmið með baráttudeginum gegn einelti er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Í tengslum við daginn 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja málefninu lið. Sáttmálinn er því grunnur að frekari vinnu þeirra sem undirrituðu hann í Höfða 2011. Baráttudagurinn gegn einelti var því haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is