Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2014 11:09

Myndir: Nýr Baldur heim í Hólm á miðvikudaginn

Nýr Baldur hefur verið í Reykjavík frá því skipið kom til landsins. Það hefur meðal annars verið tekið í slipp, endurbætt og málað. Einnig hafa verið gerðar lagfæringar inni í skipinu. Nú fer hins vegar allt að verða tilbúið þannig að skipinu verði siglt heim.  

 

„Við erum nú að fá fólk um borð til að þrífa skipið. Ég er að vona að hann verði tilbúinn að fara vestur í síðasta lagi á þriðjudaginn. Við kæmum þá heim í Stykkishólm fyrripartinn á miðvikudaginn,“ sagði Pétur Águstsson framkvæmdastjóri Sæferða og skipstjóri á Baldri við blaðamann Skessuhorns síðdegis í gær, laugardag, þar sem skipið lá við Grófarbryggju í Reykjavíkurhöfn.

 

Nýja Baldurs er sjálfsagt beðið með eftirvæntingu í Stykkishólmi og víðar við Breiðafjörð. Þess má vænta að þetta stóra og öfluga skip verði mikil samgöngubót sem jafnframt opnar á nýja og stóraukna möguleika í ferðaþjónustunni. Þessa dagana er gamli Baldur að sigla sínar síðustu ferðir í áætlanasiglingum um Breiðafjörðinn.

 

„Gamla skipið siglir til Portúgal í vikunni. Það er selt til Grænhöfðaeyja. Það er enn í fullum rekstri og verður ekki leyst af fyrr en nýja skipið kemur vestur. Nákvæmlega hvenær gamli Baldur leggur af stað héðan frá Íslandi vitum við hins vegar ekki alveg upp á dag. Það fer mikið eftir veðri. Við þurfum að sæta lagi og sigla honum út á milli lægða ef svo má segja,“ sagði Pétur Ágústsson. 

 

Meðfylgjandi ljósmyndir sem skoða má með því að smella hér fyrir ofan, voru teknar af blaðamanni Skessuhorns í Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær. Þá var verið að snúa Baldri við bryggjuna. Því gafst gott tækifæri til að mynda skipið eins og það lítur út núna, nýskverað og málað og nánast tilbúið að takast á við ný verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is