Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2014 01:24

Jónas Geirsson tannlæknir á Akranesi lektor og fagstjóri við HÍ

Jónas Geirsson tannlæknir á Akranesi hefur verið ráðinn í stöðu lektors og fagstjóra í tannfyllingu og tannsjúkdómafræðum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands frá 1. ágúst 2014. Jónas hefur kennt við Tannlæknadeild Háskóla Íslands sem lektor í hlutastöðu frá 2007. Þá veitir hann þjónustu á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna sjúklinga sem þurfa á svæfingu að halda. 

 

Jónas lauk kandídatsprófi í tannlæknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann lagði stund á framhaldsnám í tannfyllingu, tannlýtalækningum og tannsjúkdómafræði við University of North Carolina at Chapel Hill (UNC) í Bandaríkjunum á árunum 2001-2004. Þaðan útskrifaðist hann með meistarapróf árið 2004. Jónas sinnti kennslu við skólann samhliða námi.

 

Jónas er eigandi og stofnandi JG tannlæknastofu sf á Akranesi. Hann  hefur verið virkur félagsmaður í Tannlæknafélagi Íslands og í ritnefnd Tannlæknablaðsins frá 2004. Auk þess hefur hann haldið fyrirlestra og ritað greinar í ritrýnd fagtímarit bæði erlendis og hérlendis.

 

Jónas er giftur Hafdísi Dögg Hafsteinsdóttur upplýsingafræðingi við Háskólann í Reykjavík. Saman eiga þau tvö börn, Trausta Geir og Dagmar Elsu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is