Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2014 07:28

Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður LH

Lárus Ástmar Hannesson frá hestamannafélaginu Snæfelling í Stykkishólmi er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga (LH). Þetta er niðurstaða framhaldsþings LH sem haldið var í Reykjavík í dag.

 

Lárus bar sigurorð í kjöri til formanns gegn mótframbjóðanda sínum sem var Stefán Ármannson frá Skipanesi í Hvalfjarðarsveit sem er í Hestamannafélaginu Dreyra. Lárus Ástmar fékk 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum sem voru greidd Stefáni. Fjórir atkvæðaseðlar voru auðir. Þriðji frambjóðandinn til formennsku dró framboð sitt til baka áður en gengið var til kosninga.

 

Formannsskiptin koma í kjölfar mikilla átaka innan LH meðal annars vegna deilna um staðsetningu landsmóts árið 2016. Þessar deilur náðu hámarki í október þegar fyrrverandi formaður og gervöll stjórnin sagði af sér.

 

Lárus Ástmar hefur mikla reynslu af félagsmálum, meðal annars sem sveitarstjórnarmaður í Stykkishólmi. Síðustu mánuði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar en hann var oddviti meirihlutans á síðasta kjörtímabili. Hann situr í varastjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is