Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2014 06:00

Bilun í brunavarnarkerfinu á Jaðarsbökkum

Brunavarnarkerfi Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur legið að hluta til niðri frá því um mitt sumar. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) sagði í samtali við Skessuhorn að umrætt brunavarnarkerfi sé orðið gamalt. Það þurfi að endurnýja stóran hluta þess. Hann sagði jafnframt að um þessar mundir væri Akraneskaupstaður að vinna að úttekt á öllum brunavörnum bæjarins. Verkið væri því í vinnslu. „En þetta er hlutur sem á að vera í lagi og kerfið verður komið í lag innan skamms tíma,“ sagði Þráinn.

 

Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar, framkvæmdastjóra Umhverfis- og Framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar, var stöðinni slegið út í júnímánuði síðastliðnum vegna síendurtekinna villumeldinga frá biluðum skynjurum. Í framhaldi af því var óskað eftir kostnaðarmati fyrir viðgerð og áframhaldandi vinnu við endurbætur á kerfinu. „Kostnaðarmat lá síðan fyrir í septembermánuði 2014. Á grunni þess hefur verið gerð áætlun um að klára viðgerð og gera endurbætur á brunakerfinu,“ sagði Sigurður Páll.

 

Reiknað er með að stöðin verði aftur virk fyrri part þessa mánaðar. „Samkvæmt samtali við slökkviliðsstjóra SAH eru rýmingarleiðir í íþróttamiðstöðinni í lagi. Mikilvægt er hinsvegar að hafa kerfið virkt, með tilliti til þess að rýming geti hafist sem fyrst, ef slíkar aðstæður skapast.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is