Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2014 07:00

Selja poka með skilagjaldi á Hellissandi

Hraðbúðin á Hellissandi hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi burðarpoka fyrir viðskiptavini sína. Kvenfélag Hellissands og Félag eldri borgara í Snæfellsbæ sauma nú margnota burðarpoka fyrir Hraðbúðina. Lögð er áhersla á að nota endurnýtt efni við gerð pokanna.

 

Viðskiptavinir Hraðbúðarinnar hafa þannig kost á að kaupa margnota-poka með skilagjaldi. Fólk kaupir margnota poka og getur síðan hvenær sem er komið aftur með poka sem það hefur fest kaup á og fengið þá endurgreidda. Þessu er ætlað að leysa þann vanda sem oft kemur upp þegar fólk sem notar slíka margnota poka kemur í verslanir og það uppgötvar að það hefur glemt pokanum sínum heima.

 

Almenn ánægja mun vera hjá viðskiptavinum Hraðbúðarinnar með þetta nýja fyrirkomulag, bæði vegna hagræðisins sem fylgir en líka vegna þess að pokarnir eru saumaðir í heimabyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is