10. nóvember. 2014 08:00
Þessi skemmtilega og haustlega ljósmynd var tekin á dögunum. Hún sýnir að búið er að mála gamla skólahús Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit sömu litum og nýja skólahúsið.
Gamla húsið (til vinstri) var áður hvítt um áratuga skeið, en nýja húsið hefur frá upphafi verið í svörtum og gulum lit eins og á myndinni. Nýji skólinn var formlega vígður í lok ágúst 2011. Gamla skólabyggingin var seld einkaaðilum.