Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2014 09:51

Snæfellingar stálu sigrinum í Þorlákshöfn

Snæfellingar gerðu góða ferð til Þorkákshafnar síðastliðið föstudagskvöld í Dominosdeildinni. Eftir að hafa átt heldur á brattann að sækja í fremur þó jöfnum leik, tókst gestunum að stela sigrinum í lokin með tveggja stiga mun; 96:94. Snæfell tefldi fram nýjum bandarískum leikmanni, Cristopher Woods, sem kom í staðinn fyrir William Nelson. Wodds, sem áður hefur leikið hér á landi með Val, var firnasterkur í þessum fyrsta leik með Snæfelli og dró vagninn fyrir lið sitt. Þórsarar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 32:26. Munurinn var orðinn sjö stig í hálfleik, en þá var staðan 57:50 fyrir Þór. Snæfellingar mættu sprækir til seinni hálfleiks og söxuðu á forskot Þórs. Nokkur harka færðist í leikinn og tæknivíti dæmd á bæði lið. Staðan í lok þriðja leikhluta var 82:76 fyrir Þór.

Baráttan hélt áfram og þegar sex mínútur voru til leiksloka var staðan 90:80 og ljóst að Snæfellingar þyrftu að gera eitthvað róttækt. Sú varð raunin og þeim tókst að minnka muninn niður í 4 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Háspenna einkenndi lokakaflann þar sem leikmenn Snæfells fóru þrisvar sinnum á vítalínuna. Með miklum karakter og sigurvilja tókst Snæfellingum að innbyrða nauman sigur í blálokin.

 

Hjá Snæfelli var Christopher Woods langatkvæðamestur með 33 stig og 22 fráköst, Stefán Karel Torfason skoraði 22 stig og tók 7 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 18 stig, Austin Magnus Bracey 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4 og 5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 3 stig og Snjólfur Björnsson 2. Hjá Þór skoraði Emil Karel Einarsson 26 stig og tók 9 fráköst og Vincent Sanford kom næstur með 25 stig. Snæfell er með sigrinum komið upp í fimmta sæti með sex stig eftir fimm leiki.

 

Í næstu umferð fá Snæfellingar í heimsókn topplið deildarinnar og Íslandsmeistara KR. Leikurinn fer fram næstkomandi föstudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is