Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2014 09:05

Fyrirlestur um sálfræði Snorra Sturlusonar í Eglu

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og áhugamaður um fornsögurnar telur að Snorri Sturluson hafi búið yfir djúpri þekkingu til að greina helstu andlegu vankanta mannsins. Sagnaritarinn hafi þekkt til helstu fornra rita um mannssálina.

 

Þetta telur Ragnar að sjáist í verkum sem margir eigni Snorra, svo sem Egils sögu Skallagrímssonar. Sú saga fjalli fyrst og fremst um manninn og þjáningar hans á þroskabraut lífsins. Þar takist á í lífi sögupersónunnar neikvæðir þættir svo sem ofsi, þunglyndi, afbrýðissemi, hroki, metorðagirnd, afbrýðisemi, siðblinda, græðgi, valdafíkn og áfram mætti telja. Egill birstist þó líka sem ástríkur, syrgjandi faðir, verndari lítilmagnans og nærgætinn læknir.

 

Ragnar mun fjalla um þetta í fyrirlestri sínum „Sálfræði Snorra Sturlusonar í Egils sögu,“ sem haldinn verður í húsi Lífspekifélagsins á horni Ingólfsstrætis og Spítalastígs í Reykjavík á morgun, föstudag klukkan 20:30. Í vor flutti Ragnar Önundarson annan fyrirlestur um efni Eglu sem bar titilinn „Táknmál og launsagnir í Egils sögu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is