Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2014 05:13

Skyndilegt landris mælist í Bárðarbungu

Askja Bárðarbungu virðist hafa risið mjög hratt nú eftir hádegi í dag. Eitthvað dularfullt virðist á seyði. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í Stykkishólmi skrifaði nú laust eftir klukkan 17:00 eftirfarandi á bloggsíðu sína:

 

„Síðan á hádegi hefur sigið snúist við í Bárðarbungu og nú er ris. Eru þetta truflanir eða sveiflur í GPS mælinum, eða er hér breyting í hegðun Bárðarbungu?  Ef til vill krítiskur tími fram undan. Risið virðist vera meir en 1.5 metrar.“

 

Smellið hér ef þið viljið sjá nýjustu hæðarmælingarnar á öskjunni.

 

Uppfært klukkan 18:00:

 

Veðurstofa Íslands upplýsir í síðbúinni tilkynningu að starfsmenn hennar hafi fært mælitæki upp í meiri hæð í dag þar sem þau hafi verið að fenna í kaf. Þetta kann að valda nokkrum vonbrigðum þar sem margir töldu að nú væru mælar loks farnir að nema það að land væri að rísa eftir nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum landsmanna sem kynntar voru í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is