Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2014 03:03

Festi fljótt rætur í Snæfellsbæ

Konan sem svarar í símann á bæjarskrifstofunum í Snæfellsbæ er kunnugleg okkur blaðamönnum sem reglulega höfum samskipti við sveitarstjórnendur og embættismenn. Þetta er hún Ásta Dóra Valgeirsdóttir sem starfað hefur í 18 ár á bæjarskrifstofum Snæfellsbæjar á Hellissandi. Ásta Dóra hefur reyndar starfað í lengri tíma í því húsi þar sem hún var áður gjaldkeri í Landsbankanum. Hún er ein af mörgum sem flutt hafa af höfuðborgarsvæðinu á Snæfellsnesið og fest þar rætur. „Ég er Hafnfirðingur og ættir mínar eru þar. Maðurinn minn Ægir Ingvarsson er borgarbarn en hefur samt alltaf verið mikill landsbyggðarmaður í sér. Hann ól með sér þann draum að flytja út á land. Hann er bifvélavirki og þegar hann sá auglýst starf í Lóransstöðinni á Gufuskálum snemma árs 1982, sótti hann um starfið. Það fólst í því að viðhalda bílaflotanum þar. Ég lét tilleiðast að flytjast með honum vestur á Gufuskála ásamt okkar þremur börnum. Það var gott að búa á Gufuskálum, sterkt samfélag þar og þó nokkuð af fólki, þó svo að ein blokkin af fjórum á svæðinu væri orðin tóm þegar við komum. Talsvert var af barnafólki þarna og skólabíllinn kom við og skutlaði börnunum í skólann hérna á Hellissandi. Ég fékk vinnu í kaupfélagsútibúinu hjá honum Fúsa.“

 

Rætt er við Ástu Dóru í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is