Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2014 06:01

„Það þótti í lagi að fá strákinn til að spila“

Eftirlæti þjóðarinnar hafa gjarnan verið þeir sem tengjast tónlist, söng og íþróttum. Kannski líka einstaka stjórnmálamaður, forseti eða fegurðardrottning. Við erum að tala um það fólk sem gjarnan hefur verið kallað á því ástkæra ylhýra „stjörnur“. Sjálfsagt hefur þrettán ára stráklingur sem fluttist á Akranes rétt fyrir jólin 1945 fljótlega orðið eftirlæti margra í bænum fyrir tónlistarhæfileika sína. Reyndar landsmanna einnig á næsta áratug fyrir að semja dægurlög sem hlutu vinsældir og lifað hafa lengi með þjóðinni. Þetta er Óðinn G Þórarinsson sem samdi þrjú af sínum þekktustu lögum þegar hann lét fingurna leika um nótnaborð píanósins undir litla austurglugganum á húsinu við Jaðarsbraut 7. Þar á meðal lagið sem Íslendingar hafa hvað oftast sungið á góðri stund; Nú liggur vel á mér.

Það lá líka vel á Skagamönnum þessi ár eins og reyndar oft í gegnum tíðiðna. Það voraði í gullöld á Skaganum. Mikil atvinnuuppbygging var tengd nýlegri höfninni og fótboltamennirnir á Skaganum með Rikka, Þórð og fleiri í broddi fylkingar að vinna til sinna fyrstu Íslandsmeistaratitla og stórafreka. En meðan þeir æfðu af kappi sína íþrótt á Langasandi sat Óðinn G Þórarinsson við píanóið og samdi lög. Óðinn býr einnig í dag steinsnar frá Langasandi. Blaðamaður Skessuhorns lagði þangað leið sína á dögunum og spjallaði við Óðinn. Viðtal við hann er í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is