Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2014 03:26

Fyrsta fimm stjörnu tjaldstæði landsins verður lokað

Steinar Berg Ísleifsson í Fossatúni í Borgarfirði hefur ákveðið að loka tjaldsvæðinu í Fossatúni. Svæðið var opnað árið 2005 með áherslu á rafvæðingu, afþreyingarmöguleika og góðan aðbúnað. Um leið var það fyrsta fimm stjörnu tjaldsvæði á landinu. Að sögn Steinars hefur reksturinn gengið ágætlega öll árin auk þess sem umhverfið er orðið gróið og skjólgott. Það virðist því skjóta skökku við að hætta rekstrinum, en ástæðuna segir Steinar vera skakka samkeppni þar sem hið opinbera niðurgreiði rekstur eigin tjaldstæða og við slíkt sé ekki hægt að una. "Ákvörðunin snýst um þær samkeppnisaðstæður sem ríkja á rekstri tjaldsvæða á Íslandi og framtíðarhorfur. Það gilda tvenns konar leikreglur: Annarsvegar fyrir einkaaðila sem þurfa að afla tekna til að láta reksturinn ganga upp og greiða sinn skatt af hagnaði. Hinsvegar fyrir ríkið og sveitafélög, sem niðurgreiða rekstur sinn með skattpeningum og öðrum ívilnunum. Þessir opinberu aðilar eru markaðsráðandi og halda markaðinum sem lágvöruverðsmarkaði t.d. með þátttöku í Útilegukortinu og lágu gjaldi fyrir aðgengi og þjónustu," segir Steinar.

Steinar Berg segir að þeim í Fossatúni finnist ekki forsvaranlegt að halda áfram uppbyggingu og eflingu tjaldsvæðis á grunni þessara ójöfnu samkeppnisaðstæðna. "Því höfum við ákveðið að einbeita okkur að rekstri herbergjagistingar og veitingahúss. Sá rekstur hefur verið afar ánægjulegur, en ánægja er mikilvægur þáttur þess að standa vel að ferðaþjónustu. Brotthvarf af vettvangi óeðlilegra og óásættanlegra leikreglna og uppbygging á grunni almennra samkeppnisgreglna er því rökrétt niðurstaða."

 

Nánar er hægt að lesa um málið í grein Steinars hér á vefnum og í Skessuhorni dagsins, með fyrirsögninni: Lok, lok og læs!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is