Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2014 04:04

Hjartahnoðtæki og fleiri gjafir afhentar í Stykkishólmi

Minningarsjóður Valtýs Guðmundssonar í Stykkishólmi stóð í sumar fyrir söfnun fyrir hjartahnoðtækinu Lúkasi til notkunar í sjúkrabíl HVE í Stykkishólmi. Valtýr lést í bílslysi í Stykkishólmi í desember 2006, aðeins 22 ára að aldri. Hann hefði orðið þrítugur í júlí og var hvatinn að söfnuninni að láta gott af sér leiða í minningu hans. Það var fjölskylda Valtýs sem stóð fyrir söfnuninni. Að sögn Hafrúnar Bylgju Guðmundsdóttur, systur Valtýs, gekk söfnunin vonum framar.

„Við mættum alls staðar mikilli jákvæðni hjá fólki og fengum vægast sagt góðar viðtökur. Það tók ekki nema rétt tæpar sjö vikur að safna fyrir Lúkasi,“ segir Hafrún Bylgja. Alls söfnuðust tæpar þrjár milljónir og gátu aðstandendur Valtýs því látið gott af sér leiða víðar en í sjúkrabílnum. Auk hjartahnoðtækisins keyptu þeir Ipad spjaldtölvu til notkunar í sjúkrabílnum, ásamt nýrri brunndælu fyrir Slökkvilið Stykkishólms. Þá keypti minningarsjóðurinn einnig tölvubúnað, tölvuborð og þrjá skrifborðsstóla fyrir Ásbyrgi, vinnustofu fatlaðra í Stykkishólmi. „Eftir þessi kaup áttum við 160 þúsund krónur í afgang og styrktum félagsmiðstöðina og Ásbyrgi fyrir þá upphæð.“

 

 

Hafrún segir sjóðinn hafa mætt mikilli jákvæðni og þess vegna hafi söfnunin gengið vonum framar. Hún nefnir að Pizzastaðurinn Stykkið hafi til dæmis gefið alla innkomu til söfnunarinnar í einn dag. Þá hafi einnig verið haldnir tónleikar í Sjávarpakkhúsinu, þar sem heimamenn gáfu vinnu sína. Aðgangseyrir var 1000 krónur en Sjávarpakkhúsið gaf 2000 kr. á móti hverjum seldum miða. „Fyrir hönd sjóðsins vil ég þakka góðar móttökur og jákvæðar undirtektir. Þetta fór framar okkar björtustu vonum með hjálp fólksins hér í bænum,“ segir Hafrún þakklát að endingu. Formleg afhending gjafanna fór fram á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi í dag.

 

Víða um land hefur verið safnað fyrir hjartahnoðtækjum undanfarin misseri. Tækin eru sjálfvirk og koma í stað eins manns við endurlífgun og veita þar að auki mun árangursríkara hnoð en nokkur maður getur enda þreytast þau ekki. Tækið er ekki fyrir öðrum við endurlífgun en með notkun þess skapast mun betra rými fyrir bráðaliða, t.d. til að veita öndunaraðstoð og lyfjagjöf samhliða því að tækið hnoðar. Fyrr á árinu hefur verið safnað fyrir hjartahnoðtækjum á Akranesi, í Búðardal og Ólafsvík með góðum árangri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is