Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2014 04:27

Nýi bátur Björgunarfélags Akraness kominn

Nýi björgunarbáturinn sem Björgunarfélag Akraness hefur fest kaup á er kominn til landsins. Hann kom með Lagarfossi og er nú á hafnarbakkanum á Grundartanga þar sem hann bíður flutnings að húsi Björgunarfélags Akraness í kvöld. Þar verður báturinn málaður og gengið frá honum til notkunar áður en hann verður sjósettur að nýju. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóflokks BA er nýi báturinn mun fullkomnara og stærra björgunarskip en núverandi Margrét Guðbrandsdóttir sem hann mun leysa af hólmi. Báturinn sem um ræðir var smíðaður árið 1995 og áður notaður sem sjómælingabátur hjá breska hernum. Hann er 10,5 metrar á lengd og rúmir þrír metrar á breidd. Í honum eru tvær 215 hestafla vélar og tvær skrúfur. Báturinn hefur drægni upp á 300 sjómílur. Áætlað er að fjórir björgunarmenn verði í áhöfn. Báturinn býður upp á allt aðrar og betri aðstæður fyrir björgunarmenn en Margrét Guðbrandsdóttir, enda yfirbyggður. Í honum eru bekkir þar sem sex manns geta setið og kojur fyrir ofan. „Hann getur því nýst sem sjúkrarými ef svo ber undir. Það er því hægt að taka um borð veikt og slasað fólk og getur báturinn því einnig nýst sem eins konar sjúkraflutningabátur. Þessi bátur hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður enda er hann smíðaður og sérstyrktur til siglinga í Norður - Atlantshafi,“ segir Guðni.

 

 

 

Báturinn er m.a. fjármagnaður með peningagjöf sem BA fékk þegar Minningarsjóður hjónanna Guðlaugar Gunnlaugsdóttur og Jóns Gunnlaugssonar frá Bræðraparti var formlega lagður niður fyrr á þessu ári. Bróðurparti sjóðsins var úthlutað til björgunarmála á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is