Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2014 08:12

Nýi Baldur á leið til heimahafnar í fyrsta sinn - Sá gamli í síðasta skipti

Söguleg tímamót eru að verða í samgöngum um Breiðafjörð. Nú í kvöld er nýji flóabáturinn Baldur á siglingu í fyrsta sinn til heimahafnar í Stykkishólmi frá Reykjavík þar sem skipið hefur verið í endurbótum. Á sama tíma er gamli Baldur að ljúka sinni síðustu ferð yfir Breiðafjörð eftir áralanga dygga þjónustu á vegum Sæferða í Stykkishólmi.

 

Myndin hér fyrir ofan er tekin af siglingavef á netinu klukkan 20:10 nú í kvöld. Þá var nýji Baldur við Öndverðanes við það að beygja inn í Breiðafjörðinn á meðan sá gamli sigldi frá Flatey til Stykkishólms. Sjá má bæði skipin og áætlaða stefnu þeirra á kortinu.

 

Áætlað er að nýji Baldur komi til Stykkishólms laust fyrir miðnætti. Klukkan 10:00 í fyrramálið verður nýji Baldur opinn öllum til sýnis við bryggju í Stykkishólmi. Búast má við að fjöldi fólks muni koma að skoða skipið enda er það mikil samgöngubót sem opnar nýja möguleika bæði á sviðum almennra flutninga og í ferðaþjónustu.

 

Gamli Baldur lýkur þjónustu sinni í kvöld. Honum verður siglt eins fljótt og auðið er með tilliti til veðra suður til Portúgal þar sem hann fer í hendur nýrra eigenda á Grænhöfðaeyjum.

 

Nýji Baldur mun hins vegar strax á morgun taka við keflinu sem flóabátur Breiðafjarðar. Hann verður í eigu Sæferða í Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is