Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2014 09:40

Öruggur sigur Snæfellskvenna í Smáranum

Breiðablik og Snæfell mættust í gær í Domino´s deild kvenna en leikið var í Smáranum í Kópavogi. Fyrir leikinn voru Blikakonur aðeins með tvö stig en Snæfellskonur með10 stig.  Svo fór að Snæfell vann nokkuð öruggan sigur 61 -74. Snæfellingar byrjuðu leikinn af krafti og skorað fyrstu fjögur stig leiksins en Anita Rún skoraði fyrstu stig Blika með þriggja stiga körfu. Snæfell náði fljótlega tíu stiga forystu og voru mjög fastar fyrir í vörninni og unnu boltann oft og sóttu hratt á heimakonur og skoruðu auðveldar körfur. Þrátt fyrir það voru Snæfellskonur oft klaufalegar í sókninni og áttu nokkuð af misheppnuðum sendingum auk þess sem þær klikkuðu sovlítið á opnum skotum.  Snæfellingar voru með yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta og var staðan 13 - 23 Snæfelli í vil. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri og hafði Snæfell undirtökin og jók forystuna hægt og bítandi. Í hálfleik var munurinn orðinn 18 stig, 27 - 45.

 

 

Bæði lið voru dugleg að skipta leikmönnum inn á og fengu margir að spreyta sig í síðari hálfeik. Snæfell jók forystuna upp í 26 stig undir lok þriðja leikhluta og yfirburðir Snæfells miklir. Blikar gáfust þó ekki upp og héldu áfram að reyna alveg til enda og undir lok fjórða leikhluta kom góður kafli þar sem þær skoruðu 13 stig í röð og breyttu stöðunni úr 48 - 71 í 60 - 71. Þessi góði kafli kom þó heldur of seint og Snæfell  landaði nokkuð þægilegum sigri 61 - 74. Stigahæstar í liði Breiðabliks voru Arielle Wideman með 14 stig. Í liði Snæfells var Kirsten McCarthy stigahæst með 29 stig og 14 fráköst og Berglind Gunnarsdóttir skoraði 14 stig. Staða liðanna í deildinni breyttist ekkert eftir þennan leik.

 

Snæfell er áfram í efsta sæti ásamt Haukum og Keflavík með 12 stig en Breiðablik er í neðsta sæti með 2 stig ásamt Hamri og KR. Næsti leikur Snæfellskvenna verður á móti Haukum í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is