Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2014 10:02

Tvær ferjur með sama nafni komu saman í Stykkishólmi

Ný ferja Sæferða, Baldur, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Stykkishólmi í gærkveldi eftir endurbætur í Reykjavík. Ferjan var keypt notuð frá Noregi síðla sumars. Skömmu áður í gær kom gamli Baldur úr sinni síðustu ferð yfir fjörðinn en honum verður siglt til Grænhöfðaeyja á morgun þangað sem hann var seldur.  Nú er í þann mund að hefjast samkoma þar sem heimamenn og gestir Sæferða fagna þessum merku tímamótum í samgöngusögunni. Nýja ferjan er töluvert stærri en fráfarandi Baldur. Rúmar meðal annars fleiri bíla og mun því anna vaxandi eftirspurn betur. Skessuhornsvefurinn greinir nánar frá samkomunni í Hólminum síðar. Meðfylgjandi mynd tók Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari seint í gærkveldi þegar skipin lágu bæði við bryggju. Glöggt má sjá stærðarmuninn á skipunum. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri og skipstjóri sagði nú rétt í þessu í samtali við blaðamann Skessuhorns á kajanum við Súgandisey að líkja mætti nýja skipinu við byltingu í samanburði við það gamla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is