Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2014 11:32

Vinsælasta blað sauðfjárbænda á leið til prentunar

Það einstaka blað sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu í sveitum landsins er Hrútaskráin. Þetta rit kemur jafnan út síðari hluta nóvembermánaðar, skömmu áður en sauðfjársæðingar hefjast. Eftir blaðinu velja bændur vænlega undaneldishrúta til notkunar á búum sínum. Að þessu sinni eru 47 hrútar í blaðinu; hyrndir, kollóttir og mislitir. Blaðið er 52 síður og prentað í 3000 eintökum. Það eru Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamtök Vesturlands sem gefa Hrútaskrána út en þessi samtök reka jafnframt hrútastöðvarnar tvær í landinu. Ritstjóri blaðsins er Guðmundur Jóhannesson frá Jörva, en þeir Eyþór Einarsson frá Skörðugili og Eyjólfur Ingvi Bjarnason frá Ásgarði, starfsmenn hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, stýra verkinu. Þrír til viðbótar koma auk þess að prófarkalestri.

 

 

 

Á meðfygljandi mynd er Eyjólfur Ingvi að lesa síðustu próförk af blaðinu áður en það verður sent til prentunar síðar í dag. Það mun síðan koma úr prentun fimmtudaginn 20. nóvember en sama dag verða fyrstu haustfundir sauðfjárbænda haldnir. Annar á Suðurlandi en hinn á Hvanneyri klukkan 20:30 um kvöldið. Fundað er með bændum á um 20 stöðum og er skránni einkum dreift á fundunum. Eyjólfur Ingvi segir í samtali við Skessuhorni að á fundunum er fyrst rætt við bændur áður en Hrútaskránni sé dreift. Eftir að menn fá blaðið í hendur séu þeir yfirleitt ekki viðræðuhæfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is