13. nóvember. 2014 11:57
Fjölmenni var á bryggjunni í Stykkishólmi í morgun til að samfagna með útgerð Sæferða þegar nýi Baldur var til sýnis. Áhöfn og útgerð voru færð blóm og árnaðaróskir, meðal annars frá Stykkishólmsbæ. Gamli Baldur fór í sína síðustu áætlunarferð í gær og verður siglt af stað áleiðis til Grænhöfðaeyja strax í kvöld. Nýja skipið fer síðan í áætlunarferð klukkan 15 í dag. Af því tilefni verður stoppað klukkutíma lengur en venjan er á Brjánslæk þar sem íbúum suðurfjarðanna verður boðið að koma og kynna sér skipið. Meðfylgjandi símamyndir tók Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður Skessuhorns um borð í Baldri í morgun.