Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2014 06:01

Messa og menningarveisla á eftir í Reykholti

Snorrastofa og Reykholtskirkja í Borgarfirði taka höndum saman á Degi íslenskrar tungu næsta sunnudag og efna til hátíðardagskrár í Reykholti. Hún hefst með messu í kirkjunni kl. 14, þar sem sr. Geir Waage prédikar. Að messu lokinni verður drukkið kirkjukaffi í safnaðarsalnum og síðan haldið til erindis um afmælisbarnið Jónas Hallgrímsson og eitt af hans frægustu ljóðum; Gunnarshólma. Það er Ólafur Pálmason mag. art. sem heldur erindið og Kristín Ágústa Ólafsdóttir leikkona flytur ljóðið.

Gunnarshólmi er tímamótaverk í íslenskri ljóðagerð. Það er margslungið, í senn landlýsing og sögu-ljóð og nýstárlegt að allri gerð. Í erindinu verður fjallað um komu Jónasar á Njáluslóð og tvöfaldan söguþátt ljóðsins, þann sem sóttur er í Njálu og söguþátt sem kominn er úr annarri átt. Rætt verður um tilurð kvæðisins, hvenær og með hvaða atburðum það hefur orðið til og þær nýjungar sem bættust íslenskri ljóðagerð með því. Þá verða meðal annars rifjaðar upp sagnir sem gengið hafa um það hvernig Gunnarshólmi og fleiri kvæði Jónasar urðu til og hugleitt gildi þeirra sagna. Ólafur Pálmason hefur lengst af starfað að safnamálum á Íslandi en auk þess sinnt kennslu og ýmis konar félagsmálum. Hann starfaði á Landsbókasafni Íslands á árunum 1966-1983, var um tíma deildarstjóri þjóðdeildar þar og var forstöðumaður skjala- og bóka¬safns Seðla¬banka Íslands og Myntsafns Seðlabanka og Þjóðminjasafns 1984-2004. 

„Það passar ljómandi vel að ljúka Norrænni bókasafnaviku á degi Jónasar Hallgrímssonar og auk þess hefur átakið „Allir lesa“ kosið sama dag til að ljúka því merkilega verkefni. Allt ber því að sama mikilvæga brunninum, að virkja og vekja unga og aldna til að hefja til vegs og virðingar bókmenntir okkar og sagnahefð,“ segir í tilkynningu frá Snorrastofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is