Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2014 09:58

Björgunarsveitir af Vesturlandi taka þátt í umfangsmikilli leit á Ölfusá

Umfangsmikil leit hefur frá því í gærkvöldi staðið yfir í og við Ölfusá við Selfoss eftir að tilkynning barst um að bíll hefði farið í ána í gærkvöldi á móts við Selfosskirkju. Vitni var af útafkeyrslunni. Talið er að einn hafi verið í bílnum og er vitað hver það er. Björgunarsveitir úr Árnessýslu voru strax í gærkvöldi kallaðar út og síðar bjargir af höfuðborgarsvæðinu og frá Akranesi. Nú í morgun voru svo allar björgunarsveitir á svæði 4 hjá Landbjörgu; Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði kallaðar út til aðstoðar við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra hafa einnig tekið þátt í leitinni. Um 100 manns leituðu fram á nótt en um klukkan þrjú var fækkað í leitarliðinu. Leit hófst svo aftur í birtingu. Ölfusá er bæði djúp og straumhörð á þeim stað þar sem bifreiðin fór út í hana og aðstæður til leitar erfiðar. Leitað verður á bátum og bakkar árinnar gengnir.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is