Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2014 10:11

Útskriftarsýning nemenda í Upplýsingatækniskólanum

Nemendur Upplýsingatækniskólans í Reykjavík hyggjast sýna afrakstur námsins fulltrúum atvinnulífsins og öðrum á morgun, laugardag á Skólavörðuholtinu. Það eru væntanlegir útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi í Upplýsingatækniskólanum sem sýna vinnu sína. Sýningin er milli kl. 13:00 og 15:00 laugardaginn 15. nóvember. Grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun, prentun og bókband eru allt löggildar iðngreinar. Útskriftarefnin eru 25, fjórir í bókbandi, þrír í prentun, tíu í grafískri miðlun/prentsmíð og átta í ljósmyndun. Í fyrsta sinn í fjöldamörg ár munu útskrifast frá skólanum nemendur í gamalgrónu iðngreinunum bókbandi og prentun. Þessar greinar hafa átt undir högg að sækja en undanfarið hefur orðið aukinn áhugi á hæðarprentun/letterpress og handbandi.

Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðassetningu á útskriftarsýningunni.

Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífsins á  sér því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér starfsþjálfunarpláss og ljúka sveinsprófi. Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Það er tilvalið fyrir alla sem huga að námi í þessum greinum að koma og kynna sér þessar iðngreinar og spjalla við útskriftarefnin og kennara.

 

Nemendur halda úti Instragram myndasíðu þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi og daglegu starfi þeirra í skólanum. Slóðin er: http://instagram.com/utsyning14 þar er einnig linkur á Facebooksíðu sýningarinnar. „Öllum er velkomið að líta inn, njóta léttra veitinga og fagna þessum áfanga með okkur í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt, inngangur frá Barónsstíg,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is