Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2014 11:10

Þakka óvenjulega hlýjar móttökur

Eins og landsmenn vita standa kennarar í Félagi íslenskra tónlistarkennara í kjarabaráttu við viðsemjendur sína og hafa verið í verkfalli í nokkrar vikur. Pattstaða er í deilunni þrátt fyrir 26 samningafundi. Á fésbókarsíðu félagsins segir frá heimsókn FÍT fólks til forsvarsmanna Akraneskaupstaðar í gær þar sem sérstaklega er fram tekið hversu jákvæðar móttökur hópurinn hafi fengið. Þar segir:  „Bæjarráð Akraneskaupstaðar bauð okkur tónlistarkennurum í heimsókn 13. nóvember til þess að ræða málin. Þar fengum við mannlegar móttökur og komið var fram við okkur sem jafningja. Okkur var boðið að sitja við sama borð, fengum kaffi og kleinur. En síðast en ekki síst þá voru málin rædd af áhuga og alvöru af báðum aðilum og leitaðist bæjarráðið virkilega eftir því að setja sig vel inn í málin og skilja,“ segir í færslu tónlistarkennara sem þakka kærlega fyrir móttökurnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is